15. des. 2020

Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst

Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 11. desember sl. var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur sem hafa verið skipulagðar á höfuðborgarsvæðinu. 

  • Brenna í Garðabæ
    Áramótabrenna

Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 11. desember sl. var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur sem hafa verið skipulagðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða miðast við 10 manns og mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar.

Það er ljóst að jól og áramót verða öðruvísi hjá okkur í ár vegna COVID-19. Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og vilja sveitarfélögin sýna ábyrgð í verki og aflýsa því áramótabrennum í ár.

Við erum öll almannavarnir, höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað en við erum í dag. Höldum okkur við „jólakúlurnar“ okkar og forðumst mannmergð. Við getum gert þetta saman, samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin.