17. des. 2020

Götuvaktin í Garðabæ

Í vetur efndu félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni í Garðabæ til samstarfs sem fékk heitið Götuvaktin. Götuvaktin er vettvangsstarf og er tilgangurinn að auka sýnileikann úti í hverfunum með vöktum fyrir utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna og mynda tengingar við unglingahópana utan hins hefðbundna starfsumhverfis.

  • Götuvaktin í Garðabæ
    Götuvaktin í Garðabæ

Í vetur efndu félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni í Garðabæ til samstarfs sem fékk heitið Götuvaktin. Götuvaktin er vettvangsstarf og er tilgangurinn að auka sýnileikann úti í hverfunum með vöktum fyrir utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna og mynda tengingar við unglingahópana utan hins hefðbundna starfsumhverfis. Með Götuvaktinni verður sýnileiki jákvæðra áhrifavalda meiri og unnið er gegn neikvæðum áhættuþáttum í umhverfi ungmennanna okkar. 

Götuvaktin sinnir vettvangsstarfi á föstudagskvöldum frá 22:30 – 01:00.
Á vaktinni eru alltaf tveir starfsmenn frá félagsmiðstöðvunum. Þeirra hlutverk er að fylgjast með, mynda tengingar við ungmennin og spjalla við þá sem á þeirra vegi verða.

Götuvaktin er með símanúmer 821 5012 sem hægt er að hringja í með ábendingar eða senda sms og einnig er götuvaktin í Garðabæ með netfangið: flakkarinn@gardabaer.is þar sem foreldrar og ungmenni geta komið með nafnlausar ábendingar.