27. maí 2019

Malbikun og fræsing á Vífilsstaðavegi

Þriðjudaginn 28. maí er stefnt að því að malbika á Vífilsstaðavegi, hringtorg við Vífilsstaði og að Vetrarbraut. Einnig er stefnt að því að fræsa á Vífilsstaðavegi frá Litlatúni að Kirkjulundi. 

  • Vífilsstaðavegur malbikun 28. maí 2019
    Vífilsstaðavegur malbikun 28. maí 2019

Þriðjudaginn 28. maí er stefnt að því að malbika á Vífilsstaðavegi, hringtorg við Vífilsstaði og að Vetrarbraut. Vegurinn verður lokaður og viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 9:00 til kl. 14:00.
Lokunarplan - Vífilsstaðavegur, hringtorg - malbikun

Fræsingar á Vífilsstaðavegi

Þriðjudaginn 28. maí er einnig stefnt að því að fræsa á Vífilsstaðavegi, frá Litlatúni að Kirkjulundi. Annarri akreininni verður lokað í einu og viðeigandi merkingar settar upp á meðan á framkvæmd stendur.  

Vífilsstaðavegur fræsing 28. maí 2019Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 12:00-16:00
Lokunarplan - Vífilsstaðavegur, fræsing

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.