22. maí 2019

13 styrkir úr þróunarsjóði leikskóla

Þriðjudaginn 21. maí sl. var skrifað undir samninga vegna styrkja úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Alls voru veittir 13 styrkir til níu leikskóla.

  • Hér má sjá hluta af styrkhöfum, formann leikskólanefndar og fræðslustjóra.
    Hér má sjá hluta af styrkhöfum, formann leikskólanefndar og fræðslustjóra.

Þriðjudaginn 21. maí sl. var skrifað undir samninga vegna styrkja úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Alls voru veittir 13 styrkir til níu leikskóla. Verkefnin eru fjölbreytt en hafa öll tengingu við áhersluþætti sjóðsins sem voru að þessu sinni:

  • Samvinna milli skóla og skólastiga.
  • Tenging fræðasamfélagsins og starfsvettvangs.
  • Umhverfisvitund i nærumhverfi barna.
  • Heilsuefling i leikskólauppeldi.
  • Efling á lýðræðisvitund og Þátttöku barna i starfi leikskóla.