24. maí 2019

Truflanir á rennsli kalda vatnsins í Búðum og Lundum

Gera má ráð fyrir truflun á rennsli kalda vatnsins í Búðum og Lundum út næstu viku.  

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Gera má ráð fyrir truflun á rennsli kalda vatnsins í Búðum og Lundum út næstu viku.  

Orðið hefur vart við leka í stofnlögnum í þessum hverfum og lekaleit stendur yfir. Verið er að bilanagreina leka sem orðið hefur vart við í Ásbúð og Holtsbúð.  Meðan unnið er að lekaleit og viðgerðum má búast við tímabundnum truflunum á á kerfinu sem hefur áhrif á þrýsting og rennsli kalda vatnsins.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem íbúar verða fyrir á meðan á þessu stendur.