18. jún. 2021

Fundur almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins

Fundur Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins var haldinn í dag, 18. júní í Garðabæ, nánar tiltekið í Sveinatungu, fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar.

  • Fundur almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
    Fundur almannaverndarnefndar höfuðborgarsvæðisins fór fram í Sveinatungu í dag.

Fundur Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins var haldinn í dag, 18. júní í Garðabæ, nánar tiltekið í Sveinatungu, fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar.

Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær og Kjósarhreppur, standa að almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) en nefndin skal skipuð lögreglustjóra þess umdæmis sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara. 

Í starfsáætlun almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins er lagður farvegur fyrir þau verkefni sem sveitarfélögunum er falið að sinna samkvæmt lögum um almannavarnir.

Á fundinum fór Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra meðal annars yfir stöðuna á COVID-19 heimsfaraldri og eldgosinu á Reykjanesi ásamt því að ræða um gróðurelda.