Skautun fjallkonu Garðabæjar
Að morgni þjóðhátíðardagsins var flutt rafræn kveðja á fésbókarsíðu Garðabæjar þar Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar bauð fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins og Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarávarp. Því næst var sýnt frá skautun fjallkonu sem klæddist skautbúningi og skarti frá kvenfélögunum í bænum.
-
Skautun fjallkonu Garðabæjar 2021.
Í ár eins og í fyrra fóru 17. júní hátíðarhöld fram með örlítið breyttu sniði þar sem í boði var fjölbreytt dagskrá víðs vegar um bæinn. Að morgni þjóðhátíðardagsins var flutt rafræn kveðja á fésbókarsíðu Garðabæjar þar Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar bauð fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins og Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarávarp. Því næst var sýnt frá skautun fjallkonu og ljóðaflutningi fjallkonu en Björg Fenger var í hlutverki fjallkonu Garðabæjar árið 2021. Hér að neðan má sjá myndband frá þessari hátíðarstund.
Skautun fjallkonu með hátíðarávörpum.Skautbúningur og skart frá kvenfélögunum í bænum
Oddný Kristjánsdóttir klæðskeri sá um skautun fjallkonunnar og fræðir áhorfendur í leiðinni um athöfnina og búninginn. Henni til aðstoðar var blómastúlkan Alexandra Fenger sem klæddist upphlut í eigu Kvenfélags Garðabæjar. Skautbúningur fjallkonu er í eigu Kvenfélags Garðabæjar og skart fjallkonunnar er í eigu Kvenfélags Álftaness.