Fréttir: júní 2021 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
17. júní í Garðabæ
Fánahönnun, grímugerð og lúðraþytur. Söngur, danspartý og bátafjör. Sund, gamlir leikir og hönnun. Allir dagskrárliðir eru ókeypis sem og aðgangur í sundlaugar og söfn. Fögnum þjóðhátíðardeginum árið 2021 saman!
Lesa meiraNýr ábendingavefur fyrir íbúa
Nú geta íbúar sent upplýsingar um það sem betur má fara í umhverfinu í bænum í gegnum nýjan ábendingavef sem kominn er í loftið
Lesa meiraÚrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti
Niðurstöður dómnefndar úr hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti í Garðabæ voru kynntar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þriðjudaginn 8. júní sl.. Í fyrsta sæti var tillaga HuldaJóns Arkitektúr, sastudio og exa nordic.
Lesa meiraNiðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar
Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar liggja nú fyrir. Kosningar stóðu yfir frá 26. maí til og með 7. júní 2021. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.
Lesa meiraVinnuskólinn 2021
Nú styttist í að Vinnuskóli Garðabæjar hefjist en skólinn hefst fimmtudaginn 10. júní kl. 8:30 hjá nemendum sem fæddir eru 2005 og 2006 og mánudaginn 14. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2007.
Lesa meiraNíu íslandsmeistaraflokkum fagnað
Á leik Stjörnunnar við Þór í körfuknattleik í vikunni var fagnað þeim sögulega árangri Stjörnunnar að vinna Íslandsmeistaratitla í níu af fimmtán yngri flokkum í körfuknattleik árið 2021.
Lesa meiraUnnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eru bæjarlistamenn Garðabæjar 2021
Á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar, sem var haldin í Sveinatungu á Garðatorgi miðvikudaginn 2. júní s.l., var tilkynnt um útnefningu bæjarlistamanna Garðabæjar 2021 og í ár eru það hjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors sem hljóta þann heiður.
Lesa meiraRafrænum kosningum Betri Garðabæjar lýkur á miðnætti 7. júní
Taktu þátt og kjóstu þín uppáhaldsverkefni! Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabæ hafa farið vel af stað og hægt er að kjósa til miðnættis mánudaginn 7. júní nk.
Lesa meiraGarðabær fékk styrk úr Barnamenningarsjóði
Garðabær fékk 4 milljóna króna styrk úr Barnamenningarsjóði sem veitt var úr í þriðja sinn þann 28. maí sl. Verkefni Garðabæjar sem hlaut styrk nefnist ,,Við langeldinn / Við eldhúsborðið“ og er þar vísun í landnámsskálann á Hofsstöðum.
Lesa meiraVinnudagur leikskólastjóra í Garðabæ
Leikskólastjórar í Garðabæ voru með vinnudag föstudaginn 8. maí. Deginum var stýrt af Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni dósent við HÍ og var yfirskriftin „Stjórnun breytinga og vinnustaðamenning“.
Lesa meiraGóð þátttaka í Stjörnuhlaupinu
Stjörnuhlaupið var haldið með popi og prakt laugardaginn 29. maí sl. Hlaupið er almenningshlaup fyrir konur og karla á öllum aldri en boðið var upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og var hlaupið frá Garðatorgi.
Lesa meiraGarðapósturinn á vefnum
Garðapósturinn, bæjarblað Garðbæinga frá 1989, er kominn á vefinn, kgp.is.
Lesa meira