3. jún. 2021

Góð þátttaka í Stjörnuhlaupinu

Stjörnuhlaupið var haldið með popi og prakt laugardaginn 29. maí sl. Hlaupið er almenningshlaup fyrir konur og karla á öllum aldri en boðið var upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og var hlaupið frá Garðatorgi. 

  • Stjörnuhlaupið 2021
    Stjörnuhlaupið 2021

Stjörnuhlaupið var haldið með popi og prakt laugardaginn 29. maí sl. Hlaupið er almenningshlaup fyrir konur og karla á öllum aldri en boðið var upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og var hlaupið frá Garðatorgi. Um nýjar hlaupaleiðir var að ræða þar sem var mest megnis hlaupið á göngustígum í bænum. 

Góð þátttaka var í hlaupinu sem virðist vera búið að skipa sér ákveðinn sess í íslenska hlaupadagatalinu. Mikil gleði og stemning var ríkjandi hjá hlaupurum og áhorfendum. Um sjötíu manna hópur hljóp til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar.

Arnar Pétur Sigurðsson vann öryggan sigur í 10km hlaupinu, en hann hljóp á tímanum 32:49 og var rúmum 4 mínútum á undan næsta manni. Andrea Kolbeinsdóttir hljóp líka mjög vel í kvennaflokki og sigraði, var rúmum 45 sekúndum á undan næstu konu.

Viktor Orri Fríðuson og María Dröfn Theódórsdóttir sigruðu í 2km hlaupinu.

Það var hlaupahópur Stjörnunnar sem hafði veg og vanda að undirbúningi hlaupsins og þátttakendur voru ánægðir með hvernig til tókst í ár.

Stjörnuhlaupið 2021Stjörnuhlaupið 2021

Stjörnuhlaupið 2021

Stjörnuhlaupið 2021

Stjörnuhlaupið 2021