4. jún. 2021

Níu íslandsmeistaraflokkum fagnað

Á leik Stjörnunnar við Þór í körfuknattleik í vikunni var fagnað þeim sögulega árangri Stjörnunnar að vinna Íslandsmeistaratitla í níu af fimmtán yngri flokkum í körfuknattleik árið 2021.

  • Íslandsmeistarar Stjörnunnar
    Íslandsmeistarar Stjörnunnar. Mynd: Hörður Garðarsson

Á leik Stjörnunnar við Þór í körfuknattleik í vikunni var fagnað þeim sögulega árangri Stjörnunnar að vinna Íslandsmeistaratitla í níu af fimmtán yngri flokkum í körfuknattleik árið 2021.

Sigur vannst í flokki mb10 kk og kvk, mb11 kvk, 7. flokki kk og kvk (fyrsti kvennatitill Stjörnunnar), 8. flokki kvk, 9. flokki kk og kvk og að lokum unglingaflokki þar sem sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftaness lék. Til viðbótar fékk Stjarnan svo silfur í 8. og 10. flokki drengja.
Glæsilegur hópur sigurvegara mætti út á völl í hálfleik var tekin mynd af hópnum þar sem sjá má glaða Íslandsmeistara, fjölmarga bikara, Sigurgeir Guðlaugsson formann Stjörnunnar, Ásu Ingu Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra Stjörnunnar, Hilmar Júlíusson formann körfuknattleiksdeildar auk Gunnars Einarssonar bæjararstjóra og Björgu Fenger formanns íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.

„Árangur í yngri flokkum næst ekki á einni nóttu og hefur verið unnið mikið starf í félaginu á undanförnum árum við að fjölga iðkendum og efla starfið. Mikill metnaður hefur verið lagður í að úrvalsþjálfarar þjálfi alla flokka og því að starfinu sé sinnt af miklum metnaði.“ sagði Hlynur Bæringsson yfirþjálfari yngri flokka körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar.