2. jún. 2021

Garðapósturinn á vefnum

Garðapósturinn, bæjarblað Garðbæinga frá 1989, er kominn á vefinn, kgp.is.

  • KGP.is
    KGP.is

Garðapósturinn, bæjarblað Garðbæinga frá 1989, er kominn á vefinn, kgp.is. Þetta er sameiginleg vefsíða Garðapóstsins og Kópavogspóstsins, en Valdimar Tryggvi Kristófersson er útgefandi og ritstjóri beggja blaðanna. Garðbæingar geta þó strax á forsíðu kgp.is valið eingöngu fréttir úr Garðabæ ef þeir vilja.

Vefsíðan kgp.is er lifandi fréttasíða, sem fjallar um málefni Garðabæjar, en þar er m.a. hægt að finna almennar fréttir úr bæjarfélaginu og umfjallanir um íþróttir, menningu, mannlífið, viðskipti og aðsendar greinar svo fátt eitt sé nefnt, en á vefsíðunni má einnig nálgast nýjasta tölublað Garðapóstsins og eldri á pdf formi.

Hátt í 60 þúsund manns búa í sveitarfélögunum tveimur og því nær vefurinn til breiðs hóps fólks auk þess sem brottfluttir Garðbæingar og Kópavogsbúar geta nú fylgst með fréttum úr gamla sveitarfélaginu sínu, en mikill fjöldi brottfluttra bæjarbúa hafa í gegnum árin óskað eftir að fá Garðapóstinn og Kópavogspóstinn sendan til sín í pósti.

Garðbæingar geta gerst vinir Garðapóstsins á facebook, instagram og Twitter.

Svo nú er bara að fylgjast með fréttum úr Garðabæ á kgp.is