8. jún. 2021

Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar

Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar liggja nú fyrir. Kosningar stóðu yfir frá 26. maí til og með 7. júní 2021. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.

Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar liggja nú fyrir. Kosningar stóðu yfir frá 26. maí til og með 7. júní 2021. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.

11 verkefni hlutu brautargengi í kosningunum. Alls voru 23 verkefni á rafræna kjörseðlinum. Heildarfjármagn til framkvæmdar verkefnanna er 100 milljónir og verkefnin verða framkvæmd á næstu tveimur árum. Alls kusu 2473 eða um 17,1% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2006) og eldri. Á kjörskrá voru 14.436.

Öllum íbúum sem sendu inn hugmyndir, tóku þátt í umfjöllun um þær á hugmyndasöfnunarvefnum og kusu í rafrænu kosningunum er þakkað þátttökuna.

Verkefni sem fengið hafa kosningu eru:

Verkefni Fjöldi atkvæða Kostnaður
Heiðmörk stígar 1556 20 m.
Kort með göngu- og hlaupaleiðum í Garðabæ 1442 5 m.
Gosbrunnur fyrir glaða krakka 1333 5 m.
Fjölga bekkjum og áningastöðum í Garðabæ 1128 10 m.
Aðstaða fyrir sjósport í Sjálandi 1117 20 m.
Stjörnuskoðunarsvæði í upplandi Garðabæjar 961 6 m.
Infrarauður saunaklefi í Ásgarðslaug 904 20 m.
Ærslabelgur í Sjáland 895 3.5 m.
Skólalóð Sjálandsskóla - aparóla 815 3.5 m.
Skólalóð Sjálandsskóla - lítil trampólín 804 3.5 m.
Ærslabelgur við Kauptún 768 3.5 m.
Samtals 11723 100 m.


Heildaratkvæði allra verkefna sem voru á kjörseðli:

Verkefni Atkvæði Kostnaður
Heiðmörk stígar 1556 20 m.
Kort með göngu- og hlaupaleiðum í Garðabæ 1442 5 m.
Gosbrunnur fyrir glaða krakka 1333 5 m.
Fjölga bekkjum og áningastöðum í Garðabæ 1128 10 m.
Aðstaða fyrir sjósport í Sjálandi 1117 20 m.
Stjörnuskoðunarsvæði í upplandi Garðabæjar 961 6 m.
Infrarauður saunaklefi í Ásgarðslaug 904 20 m.
Ærslabelgur í Sjáland 895 3.5 m.
Skólalóð Sjálandsskóla - aparóla 815 3.5 m.
Skólalóð Sjálandsskóla - lítil trampólín 804 3.5 m.
Ærslabelgur við Kauptún 768 3.5 m.
Tröppur frá Hofakri yfir í strætóskýli við Arnarnesveg 754 4.0 m.
Fuglaskoðun við Vífilsstaðavatn 678 6.0 m.
Strandblakvöllur á íþróttasvæði 634 10 m.
Æfingatæki við enda Urriðaholtsstígs 591 10 m.
Leiksvæði fyrir eldri krakka í Hæðahverfi 585 15 m.
Skólahreystibraut á skólalóð Urriðaholtsskóla 483 26 m.
Endurbætur á leikvelli í Ásahverfi 441 20 m.
Endurbætur á leiksvæði í Hrísmóum 441 20 m.
Skólahreystibraut við Álftanesskóla 406 26 m.
Leiksvæði á suðurnesi Álftaness 397 15 m.
Gervigras á fótboltavöll við Árakur/Haustakur 383 25 m.
Endurbætur á leiksvæði á Móaflatastöllum 261 20 m.
Samtals 17777 297 m.

Betri Garðabær er þróunarverkefni sem verður þróað áfram með íbúum út frá reynslu, ábendingum og þátttöku.

Sá sem vill gera athugasemd við framkvæmd kosninganna skal koma athugasemd á framfæri við kjörstjórn innan sjö daga frá því að niðurstöður kosninganna voru birtar.

Upplýsingar um Betri Garðabæ má finna hér á vefnum.

Myndir af verkefnum sem hlutu kosningu:

Stígur í Heiðmörk

17_Heidmork_stigar

Kort með göngu- og hlaupaleiðum í Garðabæ

22_Gardabaer-Vifilsstadavatn

Gosbrunnur fyrir glaða krakka

14Gosbrunnur

Fjölga bekkjum og áningastöðum í Garðabæ

21_Bekkur-Urridaholt

Aðstaða fyrir sjósport í Sjálandi

05_Sjaland_sjosport_IMG_2957

Stjörnuskoðunarsvæði í upplandi Garðabæjar

23_Nordurljos

Infrarauður saunaklefi í Ásgarðslaug

15_Asgardslaug_MG_7349-3-_minnkudmynd

Ærslabelgur í Sjáland

20_-AErslabelgur

Skólalóð Sjálandsskóla -aparóla

08_Aparola_betriGardabaer

Skólalóð Sjálandsskóla -lítil trampólín

07Trampolin

Ærslabelgur við Kauptún

04_Aerslabelgur