8. jún. 2021

Vinnuskólinn 2021

Nú styttist í að Vinnuskóli Garðabæjar hefjist en skólinn hefst fimmtudaginn 10. júní kl. 8:30 hjá nemendum sem fæddir eru 2005 og 2006 og mánudaginn 14. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2007.

  • Vinnuskólinn 2021
    Vinnuskólinn 2021

Nú styttist í að Vinnuskóli Garðabæjar hefjist en skólinn hefst fimmtudaginn 10. júní kl. 8:30 hjá nemendum sem fæddir eru 2005 og 2006 og mánudaginn 14. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2007. Nemendur búsettir á Álftanesi mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna. Aðrir mæta í Garðaskóla, norðurbyggingu. 

Áætlaður lokadagur Vinnuskólans er þriðjudaginn 27. júlí. Almenn störf og áherslur í Vinnuskóla eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf.

Vinnutími er eftirfarandi:

  • 14 ára (fædd 2007): Mætt er fyrir hádegi fjóra daga í viku frá kl.8:30 til kl.12. Fimmta daginn er í boði þátttaka í forvarna- og hópeflisverkefninu Egó. Hóparnir fá síðar skipulag um hvað dag vikunnar er boðað í Egó. Daglegur vinnutími reiknast 3,5 klst. auk 2 klst. í Egó. Samtals 16 tímar á viku.
  • 15-16 ára (fædd árin 2005 og 2006): Unnið frá kl.8:30 til 12 og frá kl. 13:00 til 15:30. Daglegur vinnutími reiknast 6 klst. Unnið er 3,5 klst. fyrir hádegi á föstudögum. Samtals möguleiki á 27,5 klst. vinnu á viku. Vinnuskólinn áskilur sér rétt til að takmarka frekar vinnutíma ef skráning fer fram úr áætlunum.

Allar nánari upplýsingar um Vinnuskólann 2021 má finna hér eða í síma 590-2575.