18. jún. 2021

Hátíðarstund við Jónshús

Það var hátíðleg stund við félagsmiðstöðina Jónshús miðvikudaginn 16. júní sl. þegar eldri borgarar og börn í leikskólanum Sjálandi tóku forskot á 17. júní hátíðarhöld.

  • Hátíðarstund við Jónshús
    Hátíðarstund við Jónshús

Það var hátíðleg stund við félagsmiðstöðina Jónshús miðvikudaginn 16. júní sl. þegar eldri borgarar og börn í leikskólanum Sjálandi tóku forskot á 17. júní hátíðarhöld.

Í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní var lagður blómsveigur að minnisvarða Jóns Sigurðssonar sem er í garðinum við Jónshús.
Börnin í leikskólanum Sjálandi sem er staðsettur í nágrenninu fjölmenntu í skrúðgöngu í garðinn þennan dag. Þau voru með fána og heimagerð hljóðfæri. Það var sungið saman, Hildigunnur Hlíðar og Jón Gunnar Pálsson úr Félagi eldri borgara í Garðabæ lögðu blómsveiginn og nutu aðstoðar tveggja leikskólanemenda. Fjölmenni var við athöfnina. Börnin fengu svo að blása sápukúlur og allir nutu góða veðursins og samverunnar.

Hátíðarstund við Jónshús

Hátíðarstund við Jónshús