15. jún. 2021

Tölfræði úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar

Alls kusu 2473 eða um 17,1% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2006) og eldri. 

Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar voru kynntar í frétt hér á vefnum 8. júní sl.Kosningarnar stóðu yfir frá 26. maí til og með 7. júní 2021. Alls voru 11 verkefni sem hlutu brautargengi í kosningunum og verða þau framkvæmd á þessu ári og því næsta.

Alls kusu 2473 eða um 17,1% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2006) og eldri. Um er að ræða betri kjörsókn en árið 2019 þegar 15,4% íbúa tóku þátt í rafrænum kosningum Betri Garðabæjar. Á kjörskrá voru 14 436. Konur voru í meirihluta kjósenda eða um 57% af þeim sem kusu. Þegar reiknað er út hlutfall þátttakenda innan hvers aldursbils var það hæst hjá aldursflokkunum 31-40 ára sem var með 27,44% þátttöku og aldursflokknum 41-50 sem var með 27,10% þátttöku. Þar á eftir kom aldursflokkurinn 51-60 ára með 20,73% þátttöku en aðrir aldurshópar voru með lægri þátttöku.

Tölfræði - þátttaka í kosningunum skipt niður á aldurshópa og kyn

Hér má sjá hvaða verkefni hlutu kosningu.