24. jún. 2021

Snyrtilegt umhverfi

Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir eftir ábendingum frá bæjarbúum í tengslum við árlegar umhverfisviðurkenningar nefndarinnar um t.d. snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækja og eftirtektarverðan árangur íbúa eða fyrirtækis í flokkun og úrgangsstjórnun.

Umhverf­isnefnd Garðabæjar veitir árlega umhverfisviðurkenningar og auglýsir nú eftir ábendingum frá bæjarbúum um:

  • Snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækis 2021
  • Snyrtileg opin svæði og snyrtilega götu
  • Íbúa eða fyrirtæki sem hafa sýnt góðan eða eftirtektarverðan árangur sem tengist flokkun og betri úrgangsstjórnun

Hægt er að skila ábendingum í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða senda tölvupóst á netfangið: gardabaer@gardabaer.is fyrir 8. júlí nk.