Stjörnuhlaupið fer fram laugardaginn 29. maí
Stjörnuhlaupið fer fram í Garðabæ laugardaginn 29. maí næstkomandi. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og hefst hlaupið frá Garðatorgi. Tónar verða farnir að hljóma frá plötusnúði upp úr 15:00 og hlauparar að gera sig klára fram að ræsingu.
-
Stjörnuhlaupið 2021 - hlaupaleið
Stjörnuhlaupið fer fram í Garðabæ laugardaginn 29. maí næstkomandi. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og hefst hlaupið frá Garðatorgi. Tónar verða farnir að hljóma frá plötusnúði upp úr 15:00 og hlauparar að gera sig klára fram að ræsingu. Matarvagnar munu læða sér inn á torgið og bjóða hlaupurum og öðrum þeim sem verða á svæðinu eitthvað ómótstæðilegt.
Hlaupið sjálft (10 km) hefst kl. 16:00 á Garðatorgi en 2 km hlaupinu verður ræst heldur seinna. Vinsamlegast mætið tímanlega. Athygli er vakin á því að um nýjar hlaupaleiðir er að ræða þar sem verður mest megnis hlaupið á göngustígum í bænum. Boðið er uppá tvær vegalengdir, 2 km og 10 km.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillit á meðan hlaupið stendur yfir. Íbúar eru jafnframt hvattir til að taka þátt og búa til skemmtilega stemningu með því að fara út og hvetja hlaupara áfram á leiðinni.
Enn tími til að skrá sig
Forskráning fer fram á hlaup.is til miðnættis föstudaginn 28. maí nk.
Keppnisgögn verða afhent í íþróttamiðstöðinni Ásgarði daginn fyrir hlaup, þ.e föstudaginn 28. maí á milli 16:00 og 19:00. Einnig verður hægt að nálgast hlaupagögn á hlaupadegi á Garðatorgi á milli 13:00 - 15:00.
Hlaupaleiðir
Uppdráttur af hlaupaleiðum er að finna á fésbókarsíðu Stjörnuhlaupsins. og í mynd hér með frétt.
Skilti verða við hvern kílómetra bæði í báðum hlaupunum og starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðina við skráningu.
Hlaupið fer að þessi sinni að langmestu leyti fram á stígum bæjarins. Engu að síður þarf á nokkrum stöðum að fara yfir götur og eru þátttakendur því beðnir um að sýna varúð. Brautarvarsla verður víða og við gatnamót þar sem lokað verður fyrir umferð. Tímatöku og brautarvörslu lýkur 80 mínútum eftir að hlaupin eru ræst.