12. maí 2021

Matjurtagarðar í Garðabæ

Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti.

  • Matjurtakassar í Urriðaholti
    Matjurtakassar í Urriðaholti

Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti. Hægt er að leigja gróðurreit (í Hæðahverfi) sem er 5mx3m eða 15 m² eða matjurtakassa (í Hæðahverfi, Álftanesi og í Urriðaholti) sem er 2m x 4m eða 8m². Garðar og matjurtakassar eru merktir. Vatn til vökvunar er á öllum stöðunum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum. Kostnaður við hvern gróðurreit eða matjurtakassa er 4.500 kr yfir sumarmánuðina.

Sjá einnig upplýsingar um matjurtagarða hér á vefnum.

HæðahverfiMatjurtagarðar í Hæðahverfi

Í Hæðahverfi eru fjölskyldugarðar, gróðurreitir og matjurtakassar, til ræktunar matjurta. Aðkoma að görðunum er sunnan leikskólans Hæðarbóls.

Góð aðstaða er í garðinum með snyrtingu og garðverkfærum sem hægt er að fá lánuð. Vatn til vökvunar á staðnum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum. Aðgengi að aðstöðu verður læst með talnalásum sem leiguhafar fá númer að. 

ÁlftanesMatjurtakassar Álftanesi

Á Álftanesi er aðkoma að matjurtakössunum frá Breiðamýri við hliðina á gervigras fótboltavellinum.
Það eru alls 10 matjurtakassar á svæðinu. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðinu. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

UrriðaholtUrridaholt3-Medium-

Í Urriðaholti er aðkoma að görðunum frá bílastæði í Kauptúni þar sem gengið er upp göngustíg til að komast að matjurtakössunum
Það eru alls 10 matjurtakassar á svæðinu. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðinu. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.
Uppfært 14. maí 2021: ATH Matjurtakassar í Urriðaholti uppbókaðir í sumar, verið er að skoða hvort hægt sé að bæta við kössum annars staðar í hverfinu.

Umsókn um gróðurreit eða matjurtakassa

Áhugasamir sem vilja sækja um matjurtagarð senda póst á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is, með eftirtöldum upplýsingum: nafn, netfang, símanúmer, staðsetningu garðs, og beiðni um gróðurreit eða matjurtagarð.

Kostnaður við hvern reit eða matjurtakassa er 4.500 kr yfir sumarmánuðina. Athugið að aðeins er hægt að leigja einn ræktunarreit eða matjurtakassa. Matjurtagarðarnir verða opnaðir um miðjan maí.

Upplýsingar um lausa gróðurreiti/matjurtakassa má fá í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525 8500 eða netfangi gardabaer@gardabaer.is.