Ný og fleiri sumarstörf í Garðabæ
Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir ungmenni 17 ára og eldri.
Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir ungmenni 17 ára og eldri. Um er að ræða sumaratvinnuátak Garðabæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Hluti starfanna er einnig í tengslum við sumaratvinnuátak fyrir námsmenn á landsvísu í samvinnu við Vinnumálastofnun.
Ekki er hægt að tryggja val um ákveðin störf en störfin eru öll auglýst hér á vef Garðabæjar. Sótt er um störfin rafrænt á ráðningarvef Garðabæjar.
Fjölbreytt störf í boði
Nú þegar er búið að ráða í fjölmörg sumarstörf hjá Garðabæ sem voru auglýst fyrr í vor en
undanfarin ár hefur Garðabær veitt ungu fólki í bænum fjölbreytt sumarstörf m.a. í umhverfishópum við fegrun bæjarins, í stofnunum bæjarins s.s. leikskólum, söfnum, félagsmiðstöðvum eldri borgara, þjónustumiðstöð og bæjarskrifstofum Garðabæjar. Garðabær hefur einnig verið með sumarstörf á heimilum fatlaðs fólks, flokksstjórastörf við vinnuskóla Garðabæjar og sumarstörf hjá íþrótta- og tómstundafélögum í bænum svo fátt eitt sé nefnt.
Þau störf sem nú eru opin fyrir umsóknir eru:
Sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni (fædd árið 2004)
Umsóknarfrestur um sumarstörf 2021 var til og með 8. mars 2021 en ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir og er umsóknafrestur til og með 17. maí 2021. Einkum er um störf í umhverfishóp að ræða. Ungmenni fædd 2004 geta fengið vinnu í 75% starfi í 6 vikur. Sjá nánari upplýsingar um störfin hér.
Sumarstörf fyrir 18 ára og eldri (fædd 2003 eða fyrr)
Umsóknarfrestur um sumarstörf 2021 var til og með 8. mars 2021 en ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir og er umsóknafrestur til og með 17. maí 2021. Einkum er um störf í umhverfishóp að ræða. Ungmenni fædd 2003 og fyrr geta fengið 87,5% starf í 7 vikur. Sjá nánari upplýsingar um störfin hér.
Atvinnuátak fyrir unga námsmenn (einstaklingar fæddir árið 2003 og fyrr)
Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2021. Umsækjendur þurfa að vera skráðir í nám haustið 2021 eða hafa verið skráðir í nám vorönn 2021. Einstaklingar sem uppfylla ekki þetta skilyrði fá boð um starf í umhverfishóp. Ungmenni fædd 2003 og fyrr geta fengið 87,5% starf í 7 vikur. Fjölbreytt störf eru í boði. Sjá nánari upplýsingar um störfin hér.