25. mar. 2020

Gildistími aðgangskorta í sund og heilsurækt framlengdur

Öll tímabilskort í sund og heilsurækt í Ásgarðslaug og Álftaneslaug verða framlengd um þann tíma sem lokun af völdum samkomubanns yfirvalda stendur. 

  • Álftaneslaug
    Álftaneslaug

Öll tímabilskort í sund og heilsurækt í Ásgarðslaug og Álftaneslaug verða framlengd um þann tíma sem lokun af völdum samkomubanns yfirvalda stendur.

Engin þörf er á að koma með kortin eða ,,leggja þau inn” þar sem þau uppfærast rafrænt næst þegar viðkomandi kort kemur í skannann í afgreiðslu viðkomandi sundlaugar.

Sjá einnig frétt frá 23. mars um frekari takmörkun á samkomum.

Unnið er að viðhaldi meðan lokun varir

Öll íþróttamannvirki bæjarins eru nú lokuð en starfsfólk er við vinnu við hreingerningar og að halda öllum kerfum gangandi. Að auki er unnið að ýmsu viðhaldi sem annars hefði ekki verið hægt að framkvæma nema með lokun.