23. mar. 2020

Nýr skólastjóri Garðaskóla

Jóhann Skagfjörð Magnússon hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Garðaskóla.

  • Jóhann Skagfjörð
    Jóhann Skagfjörð

Jóhann Skagfjörð Magnússon hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Garðaskóla.

Jóhann hefur starfað við kennslu og/eða stjórnun grunnskóla frá árinu 2007 eða sl. tólf ár, þar af átta ár sem stjórnandi, ýmist sem deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri eða skólastjóri.

Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem deildarstjóri Garðaskóla.

Jóhann hefur í störfum sínum sýnt leiðtogahæfileika og hugmyndaauðgi. Hann hefur komið með tillögur sem einnkennast af útsjónarsemi við lausn viðfangsefna og skipulag skólastarfs ásamt því að mæta verkefnum á óhefðbundinn hátt.

Fimm umsóknir bárust um starf skólastjóra Garðaskóla.