20. mar. 2020

Hlúum hvert að öðru

Á meðan á samkomubanni stendur er mikilvægt að sporna gegn félagslegri einangrun fólks. Hringjum í eldra fólk.

  • Hringjum í eldra fólk
    Hlúum hvert að öðru

Á meðan á samkomubanni stendur er mikilvægt að sporna gegn félagslegri einangrun fólks. Rauði kross Íslands hefur á undanförnum dögum og vikum vakið athygli og veitt góð ráð til fólks um hvernig við getum rétt öðrum hjálparhönd, hugað að eldri borgurum og listað upp bjargráð fyrir eigin heilsu og líðan. 

Hringjum í eldra fólk

  • Hringdu í 3 einstaklinga á dag, 10 mín í senn
  • Spjallið saman. Vertu góður hlustandi. Veittu stuðning.
  • Rjúfum félagslega einangrun.

Á vef Rauða krossins er hægt að sjá fleiri góð ráð og á vefnum Covid.is getur almenningur fundið upplýsingar um COVID-19 faraldurinn.