Breyttur afgreiðslutími í þjónustuveri Garðabæjar
Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.
-
Séð yfir Garðabæ
Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.
Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður fyrirkomulag á afgreiðslutíma í þjónustuveri Garðabæjar að Garðatorgi 7 breytt.
- Þjónustuverið að Garðatorgi 7 í ráðhúsi Garðabæjar verður opið fyrir þá sem eiga erindi á bæjarskrifstofurnar frá kl. 09-12 alla virka daga.
- Símsvörun þjónustuvers í s. 525 8500 og afgreiðsla erinda með rafrænum þjónustuleiðum, s.s. í netspjalli hér á vef Garðabæjar og í tölvupósti, gardabaer@gardabaer.is verður áfram á eftirfarandi tímum:
Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 08-16 og föstudaga frá kl. 08-14. - Það verður áfram opið í anddyrinu frammi í turninum á afgreiðslutíma bæjarskrifstofanna og þar er hægt að skilja eftir teikningar í merktu íláti. Önnur gögn en teikningar má skilja eftir í læstu pósthólfi sem er staðsett hægra megin fyrir utan innganginn í ráðhústurninn merkt bæjarskrifstofur.
- Garðabær heldur einnig úti fésbókarsíðu, facebook.com/Gardabaer.Iceland/, og þar geta viðskiptavinir sent inn skilaboð sem er svarað á afgreiðslutíma bæjarskrifstofanna.
- Bein símanúmer og netföng starfsmanna Garðabæjar má einnig finna hér á vefnum.
English – Garðabær Service Center
Due to the disease COVID-19 the current response phase in Iceland i Emergency phase. Inhabitants and other guests that need to contact Garðabær Municipality Offices are kindly asked to contact Garðabær by e-mail, gardabaer@gardabaer.is or by phone at our Service Center tel 525 8500 to decrease visits to our Municipal Offices.
From Thursday 26th of March Garðabær's Service Center at Garðatorg 7 is as follows:
- The Service Center at Garðatorg 7, town hall, is open for customers every weekday from 9-12 am.
- The Service Center phone, 525 8500, e-services such as web-chat online (icelandic "netspjall"), and e-mail gardabaer@gardabaer.is is open from 08-16 o‘clock Mondays to Thursdays, from 08-16 and 08-14 on Fridays.
- The front lobby at the town hall in Garðatorg 7 will be open during office hours for those who need drop off architectural drawings. Other documents than drawings can be dropped off at a mailbox on the right side of the entrance to the town hall.
- Garðabær is also on facebook, and messages sent through our facebook-page are replied during office hours.