Skrifað undir endurnýjaðan samning við Skógræktarfélag Reykjavíkur
Garðabær og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa skrifað undir endurnýjaðan samstarfssamning um þann hluta Heiðmerkur sem liggur í Garðabæ. Félagið mun áfram vinna að skógrækt, sjá um skóglendið, byggja upp viðhalda útivistarinnviðum ásamt því að sinna fræðslustarfi.
-
Almar Guðmundsson, Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, við undirritun samningsins.
Garðabær og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa skrifað undir endurnýjaðan samstarfssamning um þann hluta Heiðmerkur sem liggur í Garðabæ.
Í samstarfssamningi Garðabæjar og Skógræktarfélags Reykjavíkur segir meðal annars að félagið skuli áfram annast ræktun, umsjón, umhirðu, grisjun, viðhaldi og eftirliti á þeim hluta Heiðmerkur sem er innan lögsögumarka Garðabæjar. Skógræktarfélag Reykjavíkur leggur til sérfræðinga og verkstjóra, sjálfboðaliða og aðra starfsmenn til að sinna verkefnum en fær eftir atvikum vinnuhópar frá vinnuskóla Garðabæjar og/eða aðra slíka hópa til sumarstarfa.
Í samningnum er einnig greint frá hlutverki Skógræktarfélagsins við að annars gerð korta og fræðsluefnis um minjar og umhverfismál á svæðinu og stuðla að rannsóknum á skógrækt.
Samningurinn gildir til ársloka 2026.
Átaksverkefni í tilefni afmælis
Heiðmörk var formleg vígð 25. júní 1950 og í tilefni af 75 ára afmæli Heiðmerkur verður ráðist í átaksverkefni tengt trjásýnireit við Vífilsstaðahlíð. Þar verða göngustígar lagfærðir, grisjað, trjátegundir merktar og settir upp bekkir á völdum stöðum. Þá á að auka tengingu við byggðina í Urriðaholti, skammt frá Vífilsstaðahlíð, svo að íbúar Garðabæjar eigi greiðari leið í Heiðmörk.