24. jún. 2025

Dælustöð við Breiðumýri ekki í rekstri á fimmtudag vegna viðhalds

Dælustöð vatnsveitu við Breiðumýri verður ekki í rekstri á meðan á framkvæmd stendur og ráðlagt er að geyma sjóböð og fjöruferðir við strendur Álftaness þar til vinnunni er lokið.

Unnið verður að viðhaldi á dælulögn í Lambamýri á Álftanesi á fimmtudaginn nk., 26. júní. Á meðan á vinnunni stendur verður dælustöð vatnsveitu við Breiðumýri ekki í rekstri en dælubílar munu sinna stöðinni á meðan á viðhaldi stendur.

Hugsanlega gæti þurft að nota útrásarbrunn fráveitu við Hrakhólma.

Vinnan ætti almennt ekki að hafa áhrif á íbúa Álftaness en ekki er ráðlegt að stunda sjóböð eða fjöruferðir við strendur Álftaness á meðan á framkvæmd stendur vegna möguleikanum á aukinni mengun í sjó ef til þess kemur að útrásarbrunnur við Hrakhólma verði notaður.

Áætlað er að vinnan hefjist um klukkan 9:00 og gert er ráð fyrir að hún taki um sex til átta klukkustundir.

Starfsmenn Garðabæjar munu fylgjast með framgangi verksins og hafa eftirlit með fjörum eins og kostur er.