Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

15. mar. 2020 : Sundlaugar og skólar lokaðir 16. mars til undirbúnings næstu daga

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa næstu vikna í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 

Lesa meira
covid.is

13. mar. 2020 : Covid.is - ný upplýsingasíða fyrir almenning

Nýr vefur með góðum ráðum og upplýsingum um COVID-19 er kominn í loftið. Vefslóðin er covid.is

Lesa meira
Séð yfir Byggðirnar í Garðabæ

13. mar. 2020 : Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunn- og leikskóla

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag, föstudaginn 13. mars, hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. English below.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

12. mar. 2020 : Þjónusta á bæjarskrifstofum í ljósi neyðarstigs almannavarna

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

12. mar. 2020 : Kaldavatnslaust í Kríunesi, Þrastanesi og Súlunesi vegna bilunar

Vegna bilunar er kaldavatnslaust í eftirfarandi götum á Arnarnesi: Kríunesi, Þrastanesi og Súlunesi. Unnið er að viðgerð en reikna má með að það verði vatnslaust eitthvað fram eftir kvöldi.

Lesa meira
Vindflokkarinn Kári

9. mar. 2020 : Kári vindflokkari úr notkun - plast í grenndargáma eða á endurvinnslustöðvar

Umhverfisstofnun hefur eftir samráð við sóttvarnarlækni lagt til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna Covid-19 veirunnar. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

8. mar. 2020 : Lokanir til að vernda viðkvæma hópa

Neyðarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að loka tímabundið starfsstöðvum Garðabæjar sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

7. mar. 2020 : Árshátíð Garðabæjar frestað

Í gær, föstudaginn 6. mars, lýsti Ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19)

Lesa meira

1. mar. 2020 : Almenn ráð vegna Covid-19

Embætti ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Lesa meira

29. feb. 2020 : Furðuverur kíktu í heimsókn í þjónustuverið

Það voru margar furðuverur í skrautlegum búningum sem lögðu leið sína í þjónustuver Garðabæjar á Öskudaginn, miðvikudaginn 26. febrúar sl.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

28. feb. 2020 : Innritun í grunnskóla og opin hús hjá skólunum

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2014) og 8. bekk (f. 2007) fer fram dagana 9.-13. mars nk. Í byrjun mars bjóða grunnskólarnir í Garðabæ í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna.

Lesa meira
Íslandsmót kvenna í skák

28. feb. 2020 : Íslandsmót kvenna í skák haldið í Garðabæ

Íslandsmót kvenna í skák hófst í gær, 27. febrúar í Sveinatungu við Garðatorg 7 í Garðabæ. Átta af tólf stigahæstu skákkonum landsins taka þátt en Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar setti mótið og lék fyrsta leikinn.

Lesa meira
Síða 2 af 450