Miðstig grunnskóla: Samskipti og félagsfærni

Réttindasmiðjan - réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Sjálfbærni Skóli margbreytileikans

Flataskóli 2020-2024

Markmið/verkefnið í hnotskurn: Höfundur efnisins, Hanna Borg Jónsdóttir, kennari í Flataskóla, Garðabæ, hefur sett saman námsefni fyrir mannréttindafræðslu fyrir nemendur á miðstigi. Efnið þróaði hún með kennslu í Flataskóla. Styrkurinn var ætlaður til þess að þróa efnið enn frekar og finna leiðir til þess að setja efnið upp og koma því í rafræna útgáfu. Markmiðið var að koma því í sem besta dreifingu þannig að það nýttist sem allra flestum.

Lýsing á efninu:
Námsefni þetta hentar vel til kennslu í smiðjum fyrir nemendur á miðstigi í grunnskóla sem og fyrir almenna samfélagsgreinakennslu inni í bekkjum. Um er að ræða kennsluáætlanir fyrir 12 smiðjir. Efnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Vefsíða: Efnið er aðgengilegt hér á námsgagnasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Lokaskýrsla - Réttindasmiðjan - réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla

Innritun í grunnskóla

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Innritun í grunnskóla

Vendikennsla - Stafræn tækni og textílmennt - Fagmennska kennara Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Sjálfbærni Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Verkefnið er framhald af öðru verkefni, Stafræn tækni og textílmennt, frá hugmynd til afurðar sem unnið var skólaárið 2022-2023. 
Markmið verkefnisins var að halda áfram með þann grunn sem lagður var með fyrra verkefni, þ.e.a.s. að þróa áfram samþættingu stafrænnar tækni og textílmenntar. 
Kennsluvefurinn cricut.gbrskoli.is hefur nýst vel í kennslu með nemendum og hafa þeir orðið sjálfstæðari í vinnubrögðum. Til þess að auka sjálfstæði þeirra enn frekar þá var bætt við gagnlegum myndböndum sem nemendur hafa nýtt sér við nám. Kennarar geta nýtt vefinn og kennslumyndböndin hyggist þeir nota Cricut í kennslu. 

Lokaskýrsla - Stafræn tækni og textílmennt

Vefslóð: https://cricut.gbrskoli.is

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar - Fagmennska kennara List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Sjálfbærni Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2022-2023)

Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

Markmið:
Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

  • Læra að nota Cricut Maker
  • Sameinaðar voru tæknilegar framleiðsluaðferðir og sköpunarhæfni, hlúð að hugviti og lausnaleit.

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar -lokaskýrsla.

Afram strakar_kennsluverkefni

Áfram strákar - jákvæð strákamenning - Forvarnir Líðan Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2021-2022) Samstarfsskóli: Hofsstaðaskóli

Markmið:
Verkefninu er ætlað að efla samskiptahæfni stráka, að auka samkennd og samstöðu
á meðal þeirra .

  • Að útbúa kennsluáætlun þar sem unnið er með ákveðin viðfangsefni í samfélagsgreinum (lífsleikni).
  • Vinna hugmyndir að kennslustundum og koma með tillögur að kennsluefni t.d. verkefnum og leikjum.

Áfram strákar - kennsluverkefni 2022
Lokaskýrsla - Áfram strákar - jákvæð strákamenning

Dynamic Thinking - Fagmennska kennara Samskipti og félagsfærni Upplýsinga og tæknimennt

Alþjóðaskólinn (2016)

Markmið: Að þjálfa starfsmenn og nemendur í að beita dýnamískri hugsun til þess að taka betri og meðvitaðri ákvarðanir sem byggja á gagnrýnni og skapandi hugsun. Aðlaga og prófa fyrirliggjandi námsefni hjá nemendum á mið- og unglingastigi. Byggja upp venjur fyrir dýnamískt hugsunarferli hjá starsfmönnum og nemendum. Þjálfa starfsmenn í að styðja við nemendur í dýnamískri og skapandi hugsun. Þjálfa nemendur að vinna í teymum á nýstárlegan og lausnamiðaðan hátt. Þróa námsmat í vinnu með dýnamíska hugsun og þróa kennsluhætti þvert á faggreinar með því að koma að kennsluaðferðum dýnamískrar hugsunar sem leið í nýsköpun.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Flataskóli

Vinaliðaverkefni í Flataskóla - Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing Líðan Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2016)

Markmið:

Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum. Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Að kynna fötlun sína - Ég er einstök/einstakur - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali