Vinaliðaverkefni í Flataskóla
Flataskóli (2016)
Markmið:
Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum. Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.