Miðstig grunnskóla: Forvarnir

Réttindasmiðjan - réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Sjálfbærni Skóli margbreytileikans

Flataskóli 2020-2024

Markmið/verkefnið í hnotskurn: Höfundur efnisins, Hanna Borg Jónsdóttir, kennari í Flataskóla, Garðabæ, hefur sett saman námsefni fyrir mannréttindafræðslu fyrir nemendur á miðstigi. Efnið þróaði hún með kennslu í Flataskóla. Styrkurinn var ætlaður til þess að þróa efnið enn frekar og finna leiðir til þess að setja efnið upp og koma því í rafræna útgáfu. Markmiðið var að koma því í sem besta dreifingu þannig að það nýttist sem allra flestum.

Lýsing á efninu:
Námsefni þetta hentar vel til kennslu í smiðjum fyrir nemendur á miðstigi í grunnskóla sem og fyrir almenna samfélagsgreinakennslu inni í bekkjum. Um er að ræða kennsluáætlanir fyrir 12 smiðjir. Efnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Vefsíða: Efnið er aðgengilegt hér á námsgagnasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Lokaskýrsla - Réttindasmiðjan - réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla

Afram strakar_kennsluverkefni

Áfram strákar - jákvæð strákamenning - Forvarnir Líðan Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2021-2022) Samstarfsskóli: Hofsstaðaskóli

Markmið:
Verkefninu er ætlað að efla samskiptahæfni stráka, að auka samkennd og samstöðu
á meðal þeirra .

  • Að útbúa kennsluáætlun þar sem unnið er með ákveðin viðfangsefni í samfélagsgreinum (lífsleikni).
  • Vinna hugmyndir að kennslustundum og koma með tillögur að kennsluefni t.d. verkefnum og leikjum.

Áfram strákar - kennsluverkefni 2022
Lokaskýrsla - Áfram strákar - jákvæð strákamenning