Miðstig grunnskóla: List– og verkgreinar

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar - Fagmennska kennara List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Sjálfbærni Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2022-2023)

Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

Markmið:
Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

  • Læra að nota Cricut Maker
  • Sameinaðar voru tæknilegar framleiðsluaðferðir og sköpunarhæfni, hlúð að hugviti og lausnaleit.

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar -lokaskýrsla.

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur: ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig.

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.

Þróunarsjóðsverkefni IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar

IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar - List– og verkgreinar Sköpun

Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  •  að virkja sköpunarþátt nemenda í námi og efla þá í skapandi nálgun ólíkra viðfangsefna
  • að kynna fyrir nemendum aðferðarfræði og vinnubrögð hönnunarhugsunar til að nota í verkefnavinnu
  • að nemendur læri þarfagreiningu og að leita lausna sem henta hverju viðfangsefni
  • að auka samkennd nemenda þannig að þeir læri að líta á hlutina frá fleiri sjónahornum en þeirra eigin
  • að nemendur verði óhræddir við að segja frá hugmyndum sínum og deila með öðrum
  • að nemendur læri að líta á „vandamál“ sem verkefni sem þarf að leysa
  • að kennarar í skólanum geti nýtt sér aðferðarfræðina

Lokaskýrsla - IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Prjónað fyrir heiminn - List– og verkgreinar

Sjálandsskóli (2016)

Markmið:

Að hvetja nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og til að láta gott af sér leiða. Nemendur prjóna húfur eða aðra hlýja flík fyrir fólk í neyð. Flíkin er merkt, pökkuð og send á áfangastað þar sem henni er komið til skila. Nemendur fylgjast með öllu ferlinu og fræðast um ástandið í heiminum. Heimilin og nærsamfélagið taka þátt í verkefninu. Nemendur finna að sú vinna sem þeir leggja í verkefnið skiptir máli úti í hinum stóra heimi. Verkefnið er framhald af verkefninu Hlýjar hugsanir – prjónað fyrir flóttafólk sem unnið var í Sjálandsskóla í nóvember 2015 - janúar 2016.

Lokaskýrsla í pdf-skjali