Miðstig grunnskóla: List– og verkgreinar

Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2023-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að setja saman aðgengilegt og gagnlegt form sem nýtist í nútíma skólasamfélagi. Form sem skapar aðgengilegar einstaklingsnámskrár og einstaklingsáætlanir sem styrkja nemendur í að takast á við áskoranir sem tengjast skólagöngu og mynda jákvæðan skólabrag. Einnig var markmiðið að formið gæti auðveldað kennurum og þroskaþjálfu að vinna saman með velferð barna að leiðarljósi og gera námsmat markvissara. Efla samstarf innan skólans til að halda vel utan um nemendur sem víkja frá hefðbundnu námi. Liður í því er að rýna hæfniviðmið og einfalda þau með það að leiðarljósi að fá greinargóðar upplýsingar um stöðu nemenda og byggja þannig góðan grunn.

Lokaskýrsla

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Yoga Nidra - vellíðan í skólum - Forvarnir Heilbrigði og velferð Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Líðan Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Sjálandsskóli 2024-2025

Markmið/verkefnið í hnotskurn:

Markmið verkefnisins var að bæta við gagnabanka Sjálandsskóla á sérhönnuðum yoga nidrum fyrir börn þannig að til séu 5 nidrur fyrir hvern árgang, ásamt 5 nidrum fyrir elsta árgang í leikskóla. Nidrurnar voru líka settar inn á Teams fyrir alla grunnskóla og leikskóla bæjarins til að nota. Skólastjórnendur fengu kynningu á verkefninu og eftir það var sett inn á Teams glærukynning fyrir kennara með hugmyndum hvernig hægt er að nota Yoga Nidra fyrir nemendur. Stjórnendur voru beðnir um að koma upplýsingum um verkefnið til kennara og starfsfólks. Yoga Nidra hefur verið mikið rannsakað og sé það stundað reglulega eykur það m.a. vellíðan, bætir svefn og námsárangur. Það er búið að nota Yoga Nidra upptökur í Sjálandsskóla fyrir yngsta-, mið- og elsta stig með góðum árangri.

Lokaskýrsla 

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar - Fagmennska kennara List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Sjálfbærni Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2022-2023)

Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

Markmið:
Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

  • Læra að nota Cricut Maker
  • Sameinaðar voru tæknilegar framleiðsluaðferðir og sköpunarhæfni, hlúð að hugviti og lausnaleit.

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar -lokaskýrsla.

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur: ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig.

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.

Þróunarsjóðsverkefni IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar

IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar - List– og verkgreinar Sköpun

Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  •  að virkja sköpunarþátt nemenda í námi og efla þá í skapandi nálgun ólíkra viðfangsefna
  • að kynna fyrir nemendum aðferðarfræði og vinnubrögð hönnunarhugsunar til að nota í verkefnavinnu
  • að nemendur læri þarfagreiningu og að leita lausna sem henta hverju viðfangsefni
  • að auka samkennd nemenda þannig að þeir læri að líta á hlutina frá fleiri sjónahornum en þeirra eigin
  • að nemendur verði óhræddir við að segja frá hugmyndum sínum og deila með öðrum
  • að nemendur læri að líta á „vandamál“ sem verkefni sem þarf að leysa
  • að kennarar í skólanum geti nýtt sér aðferðarfræðina

Lokaskýrsla - IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Prjónað fyrir heiminn - List– og verkgreinar

Sjálandsskóli (2016)

Markmið:

Að hvetja nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og til að láta gott af sér leiða. Nemendur prjóna húfur eða aðra hlýja flík fyrir fólk í neyð. Flíkin er merkt, pökkuð og send á áfangastað þar sem henni er komið til skila. Nemendur fylgjast með öllu ferlinu og fræðast um ástandið í heiminum. Heimilin og nærsamfélagið taka þátt í verkefninu. Nemendur finna að sú vinna sem þeir leggja í verkefnið skiptir máli úti í hinum stóra heimi. Verkefnið er framhald af verkefninu Hlýjar hugsanir – prjónað fyrir flóttafólk sem unnið var í Sjálandsskóla í nóvember 2015 - janúar 2016.

Lokaskýrsla í pdf-skjali