Prjónað fyrir heiminn

Sjálandsskóli (2016)

List– og verkgreinar

Markmið:

Að hvetja nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og til að láta gott af sér leiða. Nemendur prjóna húfur eða aðra hlýja flík fyrir fólk í neyð. Flíkin er merkt, pökkuð og send á áfangastað þar sem henni er komið til skila. Nemendur fylgjast með öllu ferlinu og fræðast um ástandið í heiminum. Heimilin og nærsamfélagið taka þátt í verkefninu. Nemendur finna að sú vinna sem þeir leggja í verkefnið skiptir máli úti í hinum stóra heimi. Verkefnið er framhald af verkefninu Hlýjar hugsanir – prjónað fyrir flóttafólk sem unnið var í Sjálandsskóla í nóvember 2015 - janúar 2016.

Lokaskýrsla í pdf-skjali