Miðstig grunnskóla: Sköpun

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur: ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Flataskóli

Á vinnumarkaði 2040. Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði. - Fagmennska kennara Sköpun

Flataskóli (2018)

Markmið:
Markmið þessa verkefnis er að vinna að innleiðingu á fjölbreyttum kennsluháttum byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði meðal allra kennara skólans þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og aðrar aðferðir sem líklegar eru til að mæta kröfum framtíðarinnar.
Í verkefninu er stefnt að eftirfarandi:
1)Að fræða alla kennara skólans um mikilvægi þess að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir.
2)Að kynna fyrir kennurum grunnþætti í eflandi kennslufræði og skilja tengingu hennar við skapandi skólastarf.
3)Að kenna og rifja upp fjölbreyttar kennsluaðferðir byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði með það að markmiði að kennarar í Flataskóla þrói í auknum mæli kennsluhætti sína.
4)Að nýta sér ferli skapandi hugsunar við kennslu
5)Að kennarar setji sér sameiginleg markmið varðandi þróun kennsluhátta.
6)Að kennarar fái stuðnings fagaðila við að þróa kennslu sína.
7)Að nemendur verði hafðir með í ráðum.

Lokaskýrsla - Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði.

Þróunarsjóðsverkefni IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar

IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar - List– og verkgreinar Sköpun

Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  •  að virkja sköpunarþátt nemenda í námi og efla þá í skapandi nálgun ólíkra viðfangsefna
  • að kynna fyrir nemendum aðferðarfræði og vinnubrögð hönnunarhugsunar til að nota í verkefnavinnu
  • að nemendur læri þarfagreiningu og að leita lausna sem henta hverju viðfangsefni
  • að auka samkennd nemenda þannig að þeir læri að líta á hlutina frá fleiri sjónahornum en þeirra eigin
  • að nemendur verði óhræddir við að segja frá hugmyndum sínum og deila með öðrum
  • að nemendur læri að líta á „vandamál“ sem verkefni sem þarf að leysa
  • að kennarar í skólanum geti nýtt sér aðferðarfræðina

Lokaskýrsla - IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar