Miðstig grunnskóla: Sköpun

Stafsetning er leikur einn - kennsluverkefni - Íslenska Sköpun

Flataskóli (2023-2024)

Markmið: 
Markmið með þessu þróunarverkefni var að finna fjölbreyttar leiðir við nám og kennslu í stafsetningu á miðstigi til að gera námið eins lifandi og skemmtilegt og mögulegt er. 

Útbúin hefur verið verkefnabanki með lýsingum á verkefnum og ábendingum um útfærslur svo kennarar sem ekki hafa kennt efnið áður geti með einföldum hætti nýtt sér valin verkefni við kennslu í stafsetningu. Verkefnin eru hugsuð sem sniðmát sem kennarar fylla sjálfir upp í með þeim reglum og æfingum sem þeir vilja taka fyrir. 

Stafsetning er leikur einn - kennsluhugmyndir í stafsetningu

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Jafnrétti Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar - Fagmennska kennara List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Sjálfbærni Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2022-2023)

Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

Markmið:
Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

  • Læra að nota Cricut Maker
  • Sameinaðar voru tæknilegar framleiðsluaðferðir og sköpunarhæfni, hlúð að hugviti og lausnaleit.

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar -lokaskýrsla.

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur: ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Flataskóli

Á vinnumarkaði 2040. Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði. - Fagmennska kennara Sköpun

Flataskóli (2018)

Markmið:
Markmið þessa verkefnis er að vinna að innleiðingu á fjölbreyttum kennsluháttum byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði meðal allra kennara skólans þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og aðrar aðferðir sem líklegar eru til að mæta kröfum framtíðarinnar.
Í verkefninu er stefnt að eftirfarandi:
1)Að fræða alla kennara skólans um mikilvægi þess að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir.
2)Að kynna fyrir kennurum grunnþætti í eflandi kennslufræði og skilja tengingu hennar við skapandi skólastarf.
3)Að kenna og rifja upp fjölbreyttar kennsluaðferðir byggðar á hugmyndum um eflandi kennslufræði með það að markmiði að kennarar í Flataskóla þrói í auknum mæli kennsluhætti sína.
4)Að nýta sér ferli skapandi hugsunar við kennslu
5)Að kennarar setji sér sameiginleg markmið varðandi þróun kennsluhátta.
6)Að kennarar fái stuðnings fagaðila við að þróa kennslu sína.
7)Að nemendur verði hafðir með í ráðum.

Lokaskýrsla - Breyttir kennsluhættir með áherslu á eflandi kennslufræði.

Þróunarsjóðsverkefni IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar

IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar - List– og verkgreinar Sköpun

Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  •  að virkja sköpunarþátt nemenda í námi og efla þá í skapandi nálgun ólíkra viðfangsefna
  • að kynna fyrir nemendum aðferðarfræði og vinnubrögð hönnunarhugsunar til að nota í verkefnavinnu
  • að nemendur læri þarfagreiningu og að leita lausna sem henta hverju viðfangsefni
  • að auka samkennd nemenda þannig að þeir læri að líta á hlutina frá fleiri sjónahornum en þeirra eigin
  • að nemendur verði óhræddir við að segja frá hugmyndum sínum og deila með öðrum
  • að nemendur læri að líta á „vandamál“ sem verkefni sem þarf að leysa
  • að kennarar í skólanum geti nýtt sér aðferðarfræðina

Lokaskýrsla - IDEO aðferðarfræði hönnunarhugsunar