21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar
Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)
Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.
Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar