Miðstig grunnskóla: Heilbrigði og velferð

Réttindasmiðjan - réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla - Forvarnir Heilbrigði og velferð Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Sjálfbærni Skóli margbreytileikans

Flataskóli 2020-2024

Markmið/verkefnið í hnotskurn: Höfundur efnisins, Hanna Borg Jónsdóttir, kennari í Flataskóla, Garðabæ, hefur sett saman námsefni fyrir mannréttindafræðslu fyrir nemendur á miðstigi. Efnið þróaði hún með kennslu í Flataskóla. Styrkurinn var ætlaður til þess að þróa efnið enn frekar og finna leiðir til þess að setja efnið upp og koma því í rafræna útgáfu. Markmiðið var að koma því í sem besta dreifingu þannig að það nýttist sem allra flestum.

Lýsing á efninu:
Námsefni þetta hentar vel til kennslu í smiðjum fyrir nemendur á miðstigi í grunnskóla sem og fyrir almenna samfélagsgreinakennslu inni í bekkjum. Um er að ræða kennsluáætlanir fyrir 12 smiðjir. Efnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Vefsíða: Efnið er aðgengilegt hér á námsgagnasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Lokaskýrsla - Réttindasmiðjan - réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla

Samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing Líðan

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:

  • Að hafa góða yfirsýn yfir heilbrigði og velferð nemenda í Garðabæ.
  • Að afla upplýsinga um líkamsatgervi allra nemenda Grunnskóla Garðabæjar.
  • Verkefninu er ætlað að auka samvinnu íþróttakennara í grunnskólum Garðabæjar, búa til gagnasafn og þannig fylgjast með þróun nemenda í íþróttum milli ára.
  • Samvinna íþróttakennara eykur gæði íþróttakennslunnar til muna og unnið verður að samræmdu námsmati.
  • Markmiðið er einnig að auka gildi hreyfingar í skólum bæjarins þar sem allir grunnskólarnir eru heilsueflandi grunnskólar.

Lokaskýrsla - samræmd íþróttakennsla í grunnskólum Garðabæjar

Flataskóli

Vinaliðaverkefni í Flataskóla - Heilbrigði og velferð Íþróttir og hreyfing Líðan Samskipti og félagsfærni

Flataskóli (2016)

Markmið:

Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum. Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Velferð barna í Garðabæ - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Skóli margbreytileikans

Grunnskólar í Garðabæ (2015)

Markmið:

Útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Afurðir verkefnisins má finna á vefnum:

http://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/

Innritun í grunnskóla

Að kynna fötlun sína - Ég er einstök/einstakur - Heilbrigði og velferð Jafnrétti Samskipti og félagsfærni Skóli margbreytileikans

Hofsstaðaskóli (2015)

Markmið:

Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali