Miðstig grunnskóla: Upplýsinga og tæknimennt

Innritun í grunnskóla

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Innritun í grunnskóla

Vendikennsla - Stafræn tækni og textílmennt - Fagmennska kennara Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Sjálfbærni Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Verkefnið er framhald af öðru verkefni, Stafræn tækni og textílmennt, frá hugmynd til afurðar sem unnið var skólaárið 2022-2023. 
Markmið verkefnisins var að halda áfram með þann grunn sem lagður var með fyrra verkefni, þ.e.a.s. að þróa áfram samþættingu stafrænnar tækni og textílmenntar. 
Kennsluvefurinn cricut.gbrskoli.is hefur nýst vel í kennslu með nemendum og hafa þeir orðið sjálfstæðari í vinnubrögðum. Til þess að auka sjálfstæði þeirra enn frekar þá var bætt við gagnlegum myndböndum sem nemendur hafa nýtt sér við nám. Kennarar geta nýtt vefinn og kennslumyndböndin hyggist þeir nota Cricut í kennslu. 

Lokaskýrsla - Stafræn tækni og textílmennt

Vefslóð: https://cricut.gbrskoli.is

Upplýsingatækni

21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar - Fagmennska kennara Jafnrétti Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli, Flataskóli, Sjálandsskóli, Álftanesskóli, Garðaskóli og Urriðaholtsskóli (2021-2022)

Markmið verkefnisins er að efla og samhæfa færni starfsmanna í upplýsingatækni í grunnskólum Garðabæjar. Áherslur á innleiðingu á G-Suite, Office 365 og nýsköpun með tækni. Efla færni þeirra til að koma á móts við nemendur með mismunandi þarfir s.s. bráðgera nemendur og stuðla að nýsköpun og skólaþróun allra grunnskólanna. Gera kennsluefnið aðgengilegt öllum á tíma sem hentar hverjum og einum. Myndböndin eru aðgreind eftir forritum, námsgreinum og stigi. Einnig má finna tengla á helstu gagnasöfn sem nýtast við kennslu og nám, leiðbeiningar um leit á internetinu, vefsíður og myndbönd um menntarannsóknir og annan fróðleik um kennslu.

Vefslóð: https://kennarar.gbrskoli.is/
Lokaskýrsla: 21. aldar hæfni fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Garðabæjar

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar - Fagmennska kennara List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Sjálfbærni Sköpun Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2022-2023)

Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

Markmið:
Verkefninu er ætlað að skapa rými þar sem nemendur fá tækifæri til að láta sköpunargleðina njóta sín.

  • Læra að nota Cricut Maker
  • Sameinaðar voru tæknilegar framleiðsluaðferðir og sköpunarhæfni, hlúð að hugviti og lausnaleit.

Stafræn tækni og textílmennt -frá hugmynd til afurðar -lokaskýrsla.

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur: ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Dynamic Thinking - Fagmennska kennara Samskipti og félagsfærni Upplýsinga og tæknimennt

Alþjóðaskólinn (2016)

Markmið: Að þjálfa starfsmenn og nemendur í að beita dýnamískri hugsun til þess að taka betri og meðvitaðri ákvarðanir sem byggja á gagnrýnni og skapandi hugsun. Aðlaga og prófa fyrirliggjandi námsefni hjá nemendum á mið- og unglingastigi. Byggja upp venjur fyrir dýnamískt hugsunarferli hjá starsfmönnum og nemendum. Þjálfa starfsmenn í að styðja við nemendur í dýnamískri og skapandi hugsun. Þjálfa nemendur að vinna í teymum á nýstárlegan og lausnamiðaðan hátt. Þróa námsmat í vinnu með dýnamíska hugsun og þróa kennsluhætti þvert á faggreinar með því að koma að kennsluaðferðum dýnamískrar hugsunar sem leið í nýsköpun.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali