Réttindaskóli og mannréttindi barna. Verkefni, leikir og verkfæri.

Flataskóli (2017)

Lýðræði og mannréttindi

Markmið:

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um mannréttindakennslu og að skólar undirbúi vaxandi kynslóðir undir að verða þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Með verkefninu var stefnt að því að auka þekkingu barna og starfsfólks á réttindum barna. Lítið er til af námsefni fyrir börn þar sem áhersla er lögð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einnig er lítil þekking hérlendis á innleiðingu réttindaverkefna í skólum. Í verkefninu er stefnt að gerð verkefna bæði rafrænna og hefðbundinna fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi. Einnig er gert ráð fyrir skólaheimsókn erlendis þar sem fyrirhugað er að læra verklag við innleiðingu og kynnast markvissri mannréttindakennslu.

Lokaskýrsla - Réttindaskóli og mannréttindi barna.