Frístundabíll
Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf.
Slegin er inn kennitala barnsins og þá kemur nafn þess upp sjálfkrafa. Þá er skóli barnsins valinn og lengd þjónustu sem kosið er að kaupa (ein önn eða allt skólaárið). Á upplýsingasíðu þarf að fylla inn netfang og símanúmer og velja hvort kosið er að greiða með kreditkorti eða fá greiðsluseðil sendan í heimabanka. Í lokin er gengið frá greiðslu og þá er hægt að prenta út eða fá greiðslustaðfestingu senda í tölvupósti. Þessa staðfestingu getur barnið haft með sér til að sýna að búið sé að greiða fyrir aðgang að frístundabílnum, nafn barnsins verður einnig á lista hjá bílstjóranum og er því nóg að barnið segi til nafns til þess að nota bílinn.
Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15-17:10 frá 25. ágúst til 18. desember á haustönn og frá 4. janúar til og með 8. júní með hléi í páskafríinu á vorönn. Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.
Leiðakerfi
Leið 1: Bíll fer eina ferð fram og til baka frá Mýrinni til Sjálandsskóla með
viðkomu í Tónlistarskóla, Klifinu og Ásgarði á hverjum 30 mínútum.
Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15 og síðasta ferð frá
Mýrinni er kl. 16:45.
Leið 2: Bíllinn á leið 2 hefur akstur við Sjálandsskóla kl. 14:15 kemur við í Ásgarði (Flata- og Garðaskóli) og Mýrinni (Hofsstaðaskóli) eftir þörfum áskrifenda og keyrir tvær ferðir á dag. Þessi bíll fer með börn í Urriðaholt eftir skóla og sækir börn í Urriðaholtsskóla til að fara með í tómstundir.
Leið 3: Frá Barnaskóla Hjallastefnunnar er ekið með börn í tómstundir tvisvar á dag, kl. 14:30 og 15:40.
Leið 4: Bíll fer frá Álftanesi með börn í frístundir tvisvar á dag. Fyrsti bíll er kl. 14:25.
Spurningar má senda á karijo@gardabaer.is
Gjaldskrá
Tímabil: | |
Allt skólaárið | kr. 15.000 |
Haustönn 2020 | kr. 8.000 |
Vorönn 2021 | kr. 10.250 |
Tímatafla skólaárið 2020-2021
Tímataflan sýnir mínútur yfir heila tímann. Fyrstu ferðir dagsins eru kl. 14.15 frá Mýrinni (leið 1), frá Sjálandsskóla kl. 14:15 (leið 2), kl. 14:25 frá Álftanesi (leið 3) og kl. 14:30 frá Barnaskóla Hjallastefnunnar
Leið 2 er einnig skólabíll í Urriðaholt eftir skóla
Stöð: | Ferðir |
Leið 1 | |
Mýrin | 15 og 45 |
Tónlistarskólinn/Klifið | 20 og 50 |
Ásgarður | 25 og 55 |
Sjálandsskóli (við íþróttahúsið) | 30 og 00 |
Ásgarður | 34 og 05 |
Tónlistarskólinn/Klifið | 38 og 10 |
Leið 2 (frístundabíll í og úr Urriðaholtsskóla) | |
Sjálandsskóli | 14:15/15:15 |
Ásgarður/Tónlistarskólinn/Mýrin | 14:20/15:20 |
Urriðaholtsskóli | 14:32/15:32 |
Ásgarður/Tónlistarskólinn/Mýrin | 14:40/15:40 |
Leið 3 (Barnaskóli Hjallastefnunnar) | |
Barnaskóli Hjallastefnunnar | 14:30/15:40 |
Ásgarður/Tónlistarskólinn/Mýrin | 14:35/15:45 |
Leið 4 (Álftanes) | |
Álftanes v. tómstundaheimili | 14:25/15:35 |
Ásgarður | 14:30/15:45 |
Tónlistarskóli | 14:35/15:50 |
Mýrin | 14:40/15:55 |
Látið bílstjórann sjá ykkur á biðstöðvunum.
Afdrep undan veðri er í anddyrum íþróttahúsa og tómstundaheimila.