Stjórnkerfi Garðabæjar

Stjórnsýslan skiptist í fjögur svið.

Aðsetur stjórnsýslunnar er í Ráðhúsi Garðabæjar, Garðatorgi 7.

Fjármála- og stjórnsýslusvið


Fjármála- og stjórnsýslusvið er stoðsvið sem vinnur þvert á önnur svið stjórnsýslunnar. Á fjármála- og stjórnsýslusviði fer fram innheimta á öllum kröfum bæjarsjóðs, þ.m.t. fasteignagjöldum, leikskólagjöldum og gatnagerðargjöldum. Forstöðumaður sviðsins er  jafnframt skrifstofustjóri bæjarskrifstofanna og staðgengill bæjarstjóra. 

Verkefni sviðs fjármála- og stjórnsýslu eru erindrekstur stjórnsýslu, lögfræðiþjónustua, fjármálastjórnun, bókhald og mannauðs- og kjaramál.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs er Lúðvík Örn Steinarsson.

Fræðslu- og menningarsvið

Fræðslu- og menningarsvið fer með yfirstjórn málefna grunnskóla og leikskóla bæjarins, tónlistarskóla, íþrótta-, tómstunda- og menningarmála.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs er Linda Udengård.

Umhverfissvið


Megin­verk­efni umhverfissviðs eru nýfram­kvæmdir og viðhalds­verk­efni á vegum sveit­ar­fé­lagsins, rekstur og viðhald veitu­kerfa, umhverfis- og hrein­læt­ismál og umsjón með fast­eignum.

Á umhverfissviði starfa 35 starfsmenn. Sviðið skiptist í eftirfarandi starfssvið; embætti byggingarfulltrúa, embætti skipulagsstjóra, eignasjóð, garðyrjudeild, Samveitu Garðabæjar, þjónustumiðstöð og almenna skrifstofu.

Sviðsstjóri umhverfissviðs er Guðbjörg Brá Gísladóttir.

Velferðarsvið

Velferðarsvið fer með framkvæmd þeirra mála er lúta að félagslegri þjónustu bæjarins, barnavernd og jafnréttismálum. Til félagslegrar þjónustu teljast m.a. félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagsleg heimaþjónusta, málefni barna og ungmenna, málefni aldraðra, málefni fatlaðs fólks og húsnæðismál.

Sviðsstjóri velferðarsviðs er Svanhildur Þengilsdóttir. 

Þjónustu- og þróunarsvið

Þjónustu- og þróunarsvið er stoðsvið sem vinnur þvert á önnur svið stjórnsýslunnar. Meginverkefni sviðsins eru stjórnun umbóta á þjónustuferlum, stafrænar breytingar, samskiptamál, upplýsingatækni, rekstur þjónustuvers og gæðamál. 

Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs er Ágúst Þór Guðmundsson.