5. maí 2024

Þrír nýir stjórnendur í leikskólum Garðabæjar

Garðabær hefur ráðið þrjá öfluga stjórnendur til starfa í leikskólunum Kirkjubóli, Bæjarbóli og á Ökrum.

Garðabær hefur ráðið þrjá öfluga stjórnendur til starfa í leikskólunum Kirkjubóli, Bæjarbóli og á Ökrum. 

GVA

Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri leikskólans Akra. Guðrún er með B.ed. gráðu í kennslufræði og M.S. gráðu í íþróttafræði og Diplomanám í menntun án aðgreiningar. Guðrún hefur mikla reynslu af kennslu á öllum skólastigum og yfirgripsmikla þekkingu á sviði menntunar.

 

 

 

 

 

 

Ragnheidur1Ragnheiður A. Haraldsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Kirkjuból. Ragnheiður útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands árið 1987 og síðar með diploma frá Háskólanum á Akureyri í stjórnun á menntasviði árið 2008. Ragnheiður hefur langa reynslu af stjórnun leikskóla bæði sem aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri, en hún hefur að auki verið starfandi sem leikskólastjóri á Kirkjubóli síðastliðið ár.

 

 

Untitled-design_1714734829518Harpa Dan Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri á Bæjarbóli í stjórnendateymi með Auði Ösp Guðjónsdóttur. Harpa útskrifaðist úr leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands árið 2010. Harpa hefur 32 starfsreynslu úr leikskóla þar af tæp 6 ár sem aðstoðarleikskólastjóri. Hún var áður starfandi í heilsuleikskólanum Árbæ á Selfossi. 

 


SH-long-ljos

Í leikskólum Garðabæjar er áhersla lögð á hug­mynda­auðgi og nýsköpun í skólastarfi, að efla og styðja við þroska barna og gefa þeim tækifæri til að blómstra. Starfsumhverfið er uppbyggilegt og vandað en Garðabær hefur innleitt ýmsar leiðir til að stuðla að faglegu starfi og hlúa vel að starfsfólki leikskólanna.

Hér starfar samhentur hópur ólíkra einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn. Starfið fer allt fram í öflugri og líflegri teymis­vinnu. Garðabær kapp­kostar að skapa vinnustað þar sem allar hugmyndir fá að njóta sín og starfsfólk getur haft raunveruleg áhrif. Þannig gefum við fólkinu okkar tækifæri til að nýta krafta sína til að vaxa í starfi, hvar sem styrkleikarnir liggja.

Hér getur þú kynnt þér laus störf í leikskólum Garðabæjar og þau fjölbreyttu kjör sem starfsfólki leikskóla bjóðast: Segðu Hó í Starfabæ!