ÚTBOÐ URRIÐAHOLTSSKÓLI 3. ÁFANGI

30. mar. 2024

Garðabær auglýsir eftir tilboðum í verkið.
Þriðji og síðasti áfangi skólans er íþróttasalur og innisundlaug ásamt tilheyrandi rýmum auk kennslurýma að hluta.

GARÐABÆR AUGLÝSIR EFTIR TILBOÐUM Í VERKIÐ:

URRIÐAHOLTSSKÓLI 3. ÁFANGI -UPPSTEYPA OG FULLNAÐARFRÁGANGUR HÚSS OG LÓÐAR. ÚTBOÐIÐ ER ALMENNT OPIÐ ÚTBOÐ.

Urriðaholtsskóli í Garðabæ er nýr heildstæður skóli fyrir 1.- 10. bekk, ásamt 6 deilda leikskóla. Byggingin er 2ja hæða skólabygging auk kjallara. Byggingu 2. áfanga er nýlokið.

Þriðji og síðasti áfangi skólans er íþróttasalur og innisundlaug ásamt tilheyrandi rýmum auk kennslurýma að hluta. Áfanginn verður sambyggður við vesturgafl núverandi byggingar og verður að öllu leyti eins og fyrri áfangar. Staðsteyptur með steyptu flötu þaki, veggir einangraðir að utan, klæddir álpanelum og timbri að hluta og þakfletir einangraðir, dúklagðir og tyrfðir. Stefnt er að Breeam vottun áfangans. Jarðvinnu vegna þessa áfanga er að hluta þegar lokið.

Helstu stærðir: Heildarstærð húss alls um 3.800 m²

Mótafletir alls 13.136 m², Steypustyrktarstál alls 249.195 kg, Steinsteypa alls 2.245 m³

Byggingunni skal skilað fullbúinni að utan sem innan 17. apríl 2026.

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og aðgengileg á vef útboðsins: https://utbodsgatt.is/gardabaer/urridaholtsskoli-3-afangi

Opnunartími tilboða er 14. maí 2024 kl 11:00 á Bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Umhverfissvið Garðabæjar