Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Brekkuás. Búsetukjarni

2.11.2021

Aðal- og deiliskipulagsbreyting

Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagsbreyting vegna búsestukjarna í Brekkuás. 

Samþykkt: Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar þann 2. september 2021 samþykkti bæjarstjórn samkvæmt 32. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi skipulagsáætlanir og svör við athugasemdum. 

Gildistaka: Tillögurnar hafa öðlast gildi. Auglýsing fyrir aðalskipulagsbreytinguna var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 8. október 2021 nr. 1141/2021. Auglýsing vegna deiliskipulagsbreytingarinnar var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 22. október 2021 nr. 1195/2021. Í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst. Tillagan var auglýst og bárust athugasemdir. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.

Ef óskað er frekari upplýsinga er hægt að hafa samband við skipulagsstjóra eða með því að senda tölvupóst á netfangið skipulag@gardabaer.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvarðanir sem Skipulagsstofnun og ráðherra ber að staðfesta samkvæmt Skipulagslögum sæta þó ekki kæru til nefndarinnar. Það á við um aðalskipulagsbreytingar.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Í samræmi við 2. mgr. 31. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.