Unglingastig grunnskóla: Læsi

Innritun í grunnskóla

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðilegt gildi - List– og verkgreinar Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun

Garðaskóli (2016)

Markmið:

að efla myndlistarkennslu ásamt því að efla gagnrýna hugsun um siðferðisleg álitamál. Þetta fólst í þróun kennsluefnis og leiða í kennslu til eflingar á tilfinningaþroska. Verkefnið er hluti af doktorsrannsókn Ingimars Ólafssonar Waage á siðferðislegu gildi myndlistarkennslu.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Reading Plus - Erlend tungumál Læsi

Garðaskóli (2016)

Markmið:

Stuðla að aukinni lestrarfærni nemenda (lesskilningur, lestrarhraði) með því að styðjast við forritið Reading Plus.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig
  • Elsta stig
  • Mat á skólastarfi
  • Fagmennska kennara
  • Jafnrétti
  • Læsi
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Íslenska
  • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Ný fimm ára deild við Sjálandsskóla

Efling læsis á unglingastigi - Læsi

Sjálandsskóli (2015)

Markmið:

Að efla læsi og þróa kennsluhætti í öllum námsgreinum í Sjálandsskóla. Læsi er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Lögð verður áhersla á þjálfun lesturs og ritunar. Marga unglinga skortir að geta lesið sér til gagns og viljum við með þessu verkefni gera þá betur í stakk búna til að lesa sér til gagns og þar með að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra að grunnskólanámi loknu. Við teljum mikilvægt að kennarar öðlist færni í að beita ólíkum en áhrifaríkum lestraraðferðum sem auka lesskilning og efla hæfni nemenda til að lesa. Því verður lögð áhersla á lestur til náms og yndislestur í verkefninu.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali