Leikur að læra

Leikskólinn Ásar (2016)

Íslenska Íþróttir og hreyfing Líðan Læsi Samskipti og félagsfærni Stærðfræði

Markmið:

Að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu. Á þann hátt kynnast nemendur þeirri vellíðan og orku sem hreyfingin gefur og læra að nýta sér það í framtíðinni. Með því að flétta lestri og stærðfræði inn í leikinn og hreyfinguna, eykur það áhuga nemenda á þeim námsgreinum. Mikið er lagt upp úr að efla hljóðkerfisvitund nemenda til að undirbúa þau betur undir lestrarnám. Verkefnið stuðlar ennfremur að því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla

Áhersluþættir:

  • Íþróttir og hreyfing
  • Læsi
  • Íslenska
  • Stærðfræði
  • Líðan
  • Samskipti og félagsfærni

Lokaskýrsla í pdf-skjali