• 31.12.2018, 21:00, Sjávargrund

Áramótabrenna við Sjávargrund kl. 21

  • Brenna í Garðabæ

Í ár verða 2 áramótabrennur í Garðabæ, ein við Sjávargrund og önnur á Álftanesi.

Uppfært 31. desember 2018:

Í ár verða 2 áramótabrennur í Garðabæ, ein við Sjávargrund og önnur á Álftanesi.

Kveikt verður í brennunni við Sjávargrund kl. 21 á gamlárskvöld 31. desember. Knattspyrnudeild Stjörnunnar sér um brennuna en Hjálparsveit skáta í Garðabæ sér um flugeldasýningu.

Sjávargrund á Google Maps - korti (ATH slóð á kort sýnir hvar gatan Sjávargrund er en brennan sjálf er staðsett vestan við nær sjónum við Strandstíginn)

Leyfi fékkst fyrir áramótabrennu á Álftanesi þegar íbúar sóttust eftir því að halda þar áramótabrennu á sama stað og undanfarin ár, þ.e. á ströndinni norðan við Gesthús, aðkoma frá Bakkavegi. Kveikt verður í brennunni á Álftanesi kl. 20:30 á gamlárskvöld. Brennan er í umsjón íbúa á Álftanesi. Upplýsingar um brennuna má sjá á fésbókarsíðu íbúa á Álftanesi.

Á Þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar verður brenna á Álftanesi.

Á Álftanesi verður þrettándabrennan nærri ströndinni norðan við Gesthús. Aðkoma er frá Bakkavegi. Kveikt verður í brennunni kl. 17.30. Brennan er í umsjón Skátafélagsins Svana á Álftanesi.

Kort á Google Maps sem sýnir Bakkaveg.