• 6.2.2021, 15:30, Vífilsstaðatún

Berklaganga | Vetrarhátíð í Garðabæ

Laugardaginn 6. febrúar annars vegar klukkan 13:00 og hins vegar kl. 15:30 (tvær göngur í boði) leiðir Einar Skúlason göngugarpur og sagnfræðingur göngu sem hefst við aðalbílastæði Vífilsstaða. Á Berklahælinu á Vífilsstöðum var lagt mikið upp úr útivist og fersku lofti og þegar sjúklingar gátu var hvatt til gönguferða. Nauðsynlegt er að skrá sig í göngurnar en tekið er við skráningum á olof@gardabaer.is. Vegna fjöldatakmarkana komast aðeins 20 í hvora göngu.

Laugardaginn 6. febrúar annars vegar klukkan 13:00 og hins vegar kl. 15:30 (tvær göngur í boði) leiðir Einar Skúlason göngugarpur og sagnfræðingur göngu sem hefst við aðalbílastæði Vífilsstaða. Á Berklahælinu á Vífilsstöðum var lagt mikið upp úr útivist og fersku lofti og þegar sjúklingar gátu var hvatt til gönguferða. Nauðsynlegt er að skrá sig í göngurnar en tekið er við skráningum á olof@gardabaer.is. Vegna fjöldatakmarkana komast aðeins 20 fullorðnir í hvora göngu.

Einar mun að einhverju leiti ganga í fótspor berklasjúklinga meðfram Vífilsstaðavatni og upp á Gunnhildi. Á leiðinni verða tekin nokkur stopp og fróðleiksmolum kastað á loft og samtal eiga sér stað um lífið á Berklahælinu. Gangan er 4-5 km á lengd og hækkun tæpir 100 metrar þannig að broddar eru etv. tilvaldir en einnig er hægt að sleppa því að fara upp á Gunnhildi. Þátttakendur eru beðnir að hafa sóttvarnir í hávegum og klæðast eftir veðri. Ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra fjarlægð milli fólks ber þátttakendum að bera grímu og aðeins 20 fullorðnir mega fylgja Einari.