• 25.9.2021, 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Bréfasmiðja -skrifaðu bréf til ókunnugs vinar

Bréfasmiðja fyrir allan aldurshóp laugardaginn 25. september kl. 12:00.
Skrifaðu bréf til ókunnugs vinar um líðan og lífið á tímum Covid.

Bréfasmiðja fyrir allan aldurshóp laugardaginn 25. september kl. 12:00.
Skrifaðu bréf til ókunnugs vinar um líðan og lífið á tímum Covid.

Skrifaðu um síðustu tvö ár sem hafa liðið með yfirvofandi heimsfaraldur. Skrifaðu um hugsanir þínar, tilfinningar og vonir um framtíðina.

Skrif er virkilega góð leið til að fá útrás fyrir ýmislegt sem liggur á hjarta. Listin að skrifa sprettur af þörf okkar fyrir að koma hugsunum og hugmyndum í orð.
Eigum notalega stund og fáum útrás fyrir reiði, gleði, sorg og óvissu í bréfaskriftum ætlað ókunnugum vini, hvar sem er í heiminum.

Bréfin verða hengd upp á safninu og síðan geymd - með leyfi bréfaskrifara.

//Kæri ókunni vinur, það er heimsfaraldur, eins og allir vita auðvitað. Ég hef aldrei skrifað þér áður en ég vona að þetta bréf finni þig á góðum stað. Auðvitað erum við öll svolítið lömuð. Lömuð af ótta, af takmörkunum - og eins og virðist vera, föst í sama farinu. Kannski mun þessi faraldur aldrei enda. Þetta er kannski orðið leiðingjarnt umræðuefni en ég hef einhvern veginn aldrei fengið að segja nákvæmlega hvernig mér líður með þetta allt saman…//