• 6.2.2021, Garðabær

Dagur leikskólans

Þann 6. febrúar nk. er dagur leikskólans en þann dag er vakin sérstaklega athygli á leikskólastiginu, hlutdeild þess í menntakerfinu og samfélagslegu gildi fyrir atvinnulíf og fjölskyldur í landinu. 

Þann 6. febrúar nk. er dagur leikskólans en þann dag er vakin sérstaklega athygli á leikskólastiginu, hlutdeild þess í menntakerfinu og samfélagslegu gildi fyrir atvinnulíf og fjölskyldur í landinu. Á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Í Garðabæ hefur verið vakin athygli á degi leikskólans með ýmsu móti í gegnum árin til að greina frá því uppbyggilega starfi sem á sér stað innan leikskólanna.

Hlutverk leikskólans er óumdeilt í dag sem órjúfanlegur þáttur í velferðarsamfélagi þar sem lögð er áhersla á jöfnuð til menntunar og tækifærum beggja foreldra til þátttöku í atvinnulífi. Leikskóli er lærdómssamfélag þar sem starfshættir hvetja til samvinnu og samstarfs milli starfsfólks og foreldra og tekið er mið af því samfélagi og umhverfi sem hann starfar í.