• 5.1.2022, 12:15, Tónlistarskólinn í Garðabæ

Gasus Morhua á hádegistónleikum-FRESTAÐ

Gasus Morhua á hádegistónleikum 5. janúar kl. 12:15 í Tónlistarskóla Garðabæjar. ATH. tónleikunum hefur verið frestað.

Gasus Morhua á hádegistónleikum 5. janúar kl. 12:15 í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Á fyrstu hádegistónleikum ársins 2022 í röðinni Tónlistarnæring flytja Eyjólfur Eyjólfsson (söngur, flauta og langspil), Björk Níelsdóttir (söngur og langspil) og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir (barokkselló og söngur) dagskrá sem er vel við hæfi í lok jóla. Saman mynda tónlistarmennirnir GADUS MORHUA ensemble en þau munu leika íslensk kvæðalög og syrpu af frönskum lögum fyrir gesti en að venju er aðgangur ókeypis og sóttvarnarreglum fylgt. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar kostar tónleikana sem haldnir eru í samstafi við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Dagskrá tónleikanna er eftirfarandi:

Íslenskt kvæðalag / Yfir kaldan eyðisand (Kristján Jónsson fjallaskáld)
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir (f. 1981)

Íslensk tvísöngslög:
Vorið langt og Ó, flaskan mín fríða

Syrpa tileinkuð Joseph Paul Gaimard (1793–1858) & Auguste Étienne François Mayer (1805–1890):

Franskt þjóðlag La péronnelle
C.J. Rouget de Lisle (1760–1836) Marseillaise
Höfundur ókunnur l'Amour de moy úr Bayeux-handritinu frá 15. öld
J.B. de Boismortier (1689–1755) Rondeau
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir Air Iceland eða Fósturlandsins flug
Höfundur ókunnur Tourdion
J. Chardavoine (1538–1580) Une jeune fillette / Stúlkan og fullveldið (S.A.S.)

Íslensk tvísöngslög:
Ísland farsælda frón og Man eg þig mey

Fjárlög í fínum fötum:

 

J.E. Nordblom (1788–1848) Brosandi land
Norskt þjóðlag Eg elska yður
Bjarni Þorsteinsson (1861–1938) Blessuð sértu sveitin mín
F.F. Flemming (1778–1813) Hlíðin mín fríða
C.E.F. Weyse (1774–1842) Hvað er svo glatt
W.A. Mozart (1756–1791) Nú tjaldar foldin fríða
Helgi Helgason (1848–1922) Þrútið var loft