• 30.10.2018, 18:00, Bókasafn Garðabæjar

Hvernig var Garðabær árið 1918?

Erindi um Garðabæ árið 1918 fer fram 30. október kl. 18 í Bókasafni Garðabæjar

Ísland á 100 ára fullveldisafmæli í ár. Af því tilefni býður Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, upp á erindi um hvernig Garðabær var árið 1918 sem fram fer þriðjudaginn 30. október kl. 18:00. Hvað var að gerast hér á því herrans ári? Steinar J. Lúðvíksson sem m. a. tók saman bókina Saga Garðabæjar: frá landnámi til 2010 ætlar að fræða gesti.
Viðburðurinn á Facebook.