• 24.6.2021 - 27.6.2021, Meðfram strandstígnum í Sjálandshverfi

Jónsmessumyndlistarsýning Grósku

  • Jónsmessugleði Grósku 24. júní 2021

Fjölbreytileg og sérlega litrík listaverk verða til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar og að þessu sinni stendur sjálf myndlistarsýningin yfir fram á sunnudaginn 27. júní.

Jónsmessugleði Grósku var haldin í tólfta sinn fimmtudaginn 24. júní kl. 19.30-22 með þemanu „leiktjöld litanna“. Fjölbreytileg og sérlega litrík listaverk verða til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar og að þessu sinni stendur sjálf myndlistarsýningin yfir fram á sunnudaginn 27. júní.
 Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, stendur fyrir Jónsmessugleði í samstarfi við Garðabæ en auk félaga úr Grósku taka gestalistamenn frá Vestmannaeyjum, Rangárþingi, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík þátt í sýningunni. 

Viðburður á fésbókarsíðu Grósku.
https://www.facebook.com/groska210/
https://www.instagram.com/groskamyndlist/